- Ákveðið var á fundi aðalstjórnar 16. janúar:
að aldursskipta æfingagjöldunum eftir aldri iðkenda.
- - Gjöldin hækka um 5% í aldurshópnum 7-10 ára, 10% í 11-12 ára og 15% í 13-16 ára – kostnaður félagsins er meiri við eldri iðkendur (fleiri æfingar og fleiri ferðir).
- - Á árinu 2015 mun félagið kosta í samvinnu við Eimskip ferðir með Herjólfi hvort sem það er á Íslandsmót eða æfingamót*.
- - Ákveðið var að halda áfram að rukka eitt verð hvort sem krakkar eru í einu sporti eða tveimur.
Systkinaafsláttur verður áfram að undanskildu því að hann reiknast ekki hjá 5-6 ára börnum
Séu 2 systkini að æfa reiknast 15% afsláttur af gjöldum beggja barna.
Séu 3 systkini að æfa reiknast 50% afsláttur hjá því barni.
Séu 4 systkini að æfa reiknast 70% afsláttur hjá því barni.
- - Félagið skaffar foreldrafélögum ÍBV íþróttafélags vinnu fyrir að meðaltali 13.900 ár ári per iðkanda en þessi vinna tengist mótunum okkar, Þrettándanum og Þjóðhátíð. Einnig standa foreldrafélögin í samvinnu við unglingaráð fyrir mörgum öðrum fjáröflunum.
*að öllu óbreyttu.
Hægt verður að ganga frá greiðslu æfingagjalda á síðunni ibv.felog.is eftir 2. febrúar og verður opið fyrir skráningu og val á greiðsluformi til 28. febrúar