Í hádeginu á þriðjudaginn voru Eyjafréttir að afhenda Fréttapýramída fyrir árið 2014 og fékk Arnar Pétursson pýramídann fyrir framlag sitt til íþróttamála.
Arnar hefur stýrt liði ÍBV í handbolta karla síðustu ár en hann ásamt samstarfsmönnum og leikmönnum vann 1. deildina vorið 2013 og svo Íslandsmeistaratitilinn 2014 sem var í fyrsta skipti í sögu meistaraflokks félagsins karlahandbolta. Arnar var leikmaður félagsins hér á árum áður en hann lékk upp alla yngri flokkana hjá Tý fyrir sameiningu. Arnar hefur spilað landsleiki bæði í handbolta og fótbolta fyrir Íslands hönd. Arnar gekk rúmlega tvítugur í raðir Hauka og vann með þeim Íslandsmeistaratitil í tvígang.
Arnar hefur lagt þjálfaraskóna á hilluna í bili en hann vinnur enn mikið starf fyrir handboltann og vonandi mun félagið fá að njóta krafta hans um ókomin ár.