Í gærkvöldi lék kvennalið ÍBV gegn Val á Hlíðarenda. Leikurinn byrjaði vel hjá ÍBV og náði liðið forystu á 30.mín með marki frá Bryndísi Hrönn. Í byrjun seinni hálfleiks jafnaði svo Valur metin en frábær leikkafli ÍBV skilaði tveimur mörkum með stuttu millibili frá Shaneku og Vesnu varð til þess að ÍBV landaði 3-1 sigri.
IBV leikur síðasta leik tímabilsins á laugardag þegar liðið tekur á móti Breiðabliki. ÍBV er komið í þá stöðu eftir mjög gott gengi undanfarið að geta endað mótið í 3.sæti sem er vægast sagt ótrúlegt miðað við að hafa verið í 7.sæti fyrir tveimur umferðum síðan.
Þá voru 3.stúlkur úr ÍBV í liði vikunnar hjá fótbolti.net fyrir 16.umferð. Þetta voru þær Sabrína Lind Adolfsdóttir, Natasha Anasi og Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Á laugardag mun Jón Ólafur Daníelsson stjórna sínum síðasta leik sem aðalþjálfari liðsins eftir 8.ára starf.
Eyjamenn fjölmennum á völlinn og styðjum stúlkurnar til sigurs í síðasta leik tímabilsins sem gæti leitt til bronsverðlauna.
ÁFRAM ÍBV.