Sabrína stóð sig vel.

20.sep.2014  09:39
Sabrína Lind Adolfsdóttir er nýkomin heim frá Litháen þar sem hún tók þátt í  undankeppni Evrópumóts landsliða U-19 ár í knattspyrnu. Íslenska liðið lék 3.leiki gegn heimastúlkum, Króötum og Spánverjum.  Liðið sigraði bæði heimastúlkur og Króata en tapaði fyrir Spánverjum 2-1.  Þessi úrslit duga liðinu til að komast í milliriðla.  Sabrína Lind lék alla leiki liðsins og þótti standa sig afar vel.
ÍBV óskar Sabrínu Lind innilega til hamingju með þennan árangur.