Tvær frá ÍBV á æfingar hjá HSÍ.

14.sep.2014  16:13
Þær Ásta Björt Júlíusdóttir og Þóra Guðný Arnarsdóttir voru báðar valdar í 26.manna undirbúningshóp hjá U-17 ára landsliði Íslands í handbolta.
Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir æfingaferð sem farin verður til Hollands í Október.
þjálfarar liðsins eru Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggóson.
 
ÍBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með þennan árangur.