Fimmtudaginn 11. september kl. 20:00 verður Þjóðhátíðarfundur í Týsheimilinu þar sem þjóðhátíðarnefnd fer yfir það sem vel gekk og það sem betur mátti fara á hátíðinni í sumar. Fundurinn er fyrst og fremst hugsaður þannig að Eyjamenn geti komið með ábendingar um það sem betur má fara og komið góðum hugmyndum á framfæri.
Hlökkum til að sjá ykkur,
þjóðhátíðarnefnd