Nýtt Þjóðhátíðarmerki afhjúpað í dag

12.júl.2014  16:59

Gunnar Júlíusson á merkið í ár

Í dag var opnuð sögusýning um Þjóðhátíðarmerkin frá 1970 til dagsins í dag. Gunnar Júlíusson var með framsögu á Einarsstofu en  hefur hann lagt mikla vinnu í að finna út hverjir hafa gert merkin í gegnum tíðina og einnig endurteiknaði hann mörg þeirra sem voru aðeins til á litlum myndu. Sýningin verður opin til 10. ágúst og hvetjum við áhugasama til að skoða sýninguna.

Í ár var samkeppni um merki Þjóðhátíðar 2014 en hátíðin á 140 ára afmæli. Gunnar Júlíusson bar sigur úr býtum en alls bárust merki frá 5 aðilum í keppnina.  Myndir frá opnun sýningarinnar má sjá með því að smella á meira.

 Gunnar Júlíusson að fara yfir gömlu merkin
 Merki Þjóðhátíðar 2014
 
 Dóra Björk framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags að afhenda Gunnari viðurkenningu fyrir merki Þjóðhátíðar 2014