Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Svíþjóð í vináttulandsleik 5. júní en leikið verður á Norðurálsvellinum á Akranesi.
Í hópnum eru 4 leikmenn ÍBV en það eru þeir
Guðjón Orri Sigurjónsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Gunnar Þorsteinsson og Viðir Þorvarðarson.
ÍBV óskar þessum efnilegu drengjum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.