Tveir frá ÍBV í lokahóp U-18 hjá HSÍ.

28.maí.2014  10:57
Þeir Dagur Arnarsson og Hákon Daði Styrmisson voru í dag valdir í lokahóp U-18 ára landsliðs Íslands í handbolta sem tekur þátt í lokakeppni EM sem fram fer í Póllandi dagana 14-24.ágúst.
Undirbúningur fyrir mótið hefst 20.júlí en þá kemur hópurinn fyrst saman.
 
ÍBV óskar þessum efnilegu drengjum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.