U19 landslið karla leikur í milliriðli fyrir EM og fer riðillinn fram á Írlandi dagana 26. maí til 3. júní. Með Íslandi í milliriðlinum eru heimamenn, Serbar og Tyrkir. Kristinn Rúnar Jónsson er þjálfari liðsins og hefur hann valið 18 manna leikmannahóp. Athyglisvert er að 10 leikmenn af 18 eru á mála hjá erlendum félagsliðum.
Einn af 8 leikmönnum sem spila á Íslandi er okkar maður Jón Ingason.
ÍBV óskar þessum efnilega dreng innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.