Miðvikudaginn 21. maí kl. 20.00 verður ársþing bandalangsins hér í Týsheimilinu og er reiknað með að þingstörfum verði lokið um kl. 21:00. Í framhaldi af þingstörfum munu fulltrúar frá framboðum til sveitastjórnar sitja fyrir svörum varðandi stefnu sinna flokka til íþróttamála á komandi kjörtímabili.
Við skorum á alla sem áhuga hafa á íþróttamálum að fjölmenna en þingið verður opið öllum.