Á morgun þriðjudag leikur kvennalið ÍBV sinn fyrsta heimaleik í Íslandsmótinu þegar liðið tekur á móti Stjörunni á Hásteinsvelli kl. 18.00. ÍBV byrjaði vel á Selfossi og því um að gera fyrir eyjamenn að mæta og hvetja sitt lið til sigurs. Að sjálfsögðu mætum við öll í hvítu og setjum þar með skemmtilegan svip á stúkuna.
Við minnum á að iðkendur 12 ára og yngri eiga að mæta á skrifstofu félagsins fyrir leik og skrá nafn sitt í pott sem síðan verður dregið úr í lok leiks þar sem veglegur vinningur er í boði. Verðlaunin verða afhend í kaffisamsæti leikmanna uppi í Týsheimilinu að leik loknum.
Mætum öll og hvetjum ÍBV til sigurs.
ÁFRAM ÍBV.