Í dag skrifuðu ÍBV og Saga Huld Helgadóttir undir samning sem gildir fram að áramótum. Saga Huld sem er alin upp hjá ÍBV hefur verið í pásu frá knattspyrnu síðan árið 2010 en sneri aftur í vetur og hefur staðið sig mjög vel hjá félaginu. Saga Huld átti mjög góðan leik á Selfossi í fyrstu umferð þegar ÍBV lagði Selfoss að velli og var Saga Huld í kjölfarið valin í lið 1.umferðar.
Í samtali við íbvsport.is sagði Sigþóra Guðmundsdóttir formaður knattspyrnudeildar kvenna að það væri alltaf fagnaðarefni þegar heimastúlkur gerðu samning við sitt uppeldisfélag.