ÍBV dagur í dag

08.maí.2014  08:27

Þar sem hjartað slær

Fjörið byrjar með fyrsta heimaleik ÍBV í Pepsí deildinni í sumar þegar strákarnir taka á móti Stjöruninni klukkan 17 á Hásteinsvelli. Klukkan 19:45 hefst svo  leikur ÍBV og Hauka í íþróttamiðstöðinni í úrslitarimmu um Íslandsmeistaratitilinn.

 Á milli leikja mun þriðji flokkur drengja og stúlkna í fótbolta selja hamborgara og pylsur í fjáröflunarskyni upp í íþróttamiðstöð. Borgari og gos = 1000kr og pylsa og gos = 500

 Stuðningsmenn eru hvattir til að mæta og styðja liðið sitt til sigurs!"

17:00 ÍBV - Stjarnan á Hásteinsvelli
18:45 Hamborgarar- og pylsusala við Íþróttamiðstöðina
19:45 ÍBV - Haukar í Íþróttamiðstöðinni
 
Hlökkum til að sjá ykkur