Í ár eru 140 ár síðan fyrsta Þjóðhátíð Vestmannaeyja var haldin. Af því tilefni efnir Þjóðhátíðarnefnd til hönnunarsamkeppni um afmælismerki hátíðarinnar.
Meginkrafan er að merki ÍBV þarf að vera á eða við merkið, annars er myndefni frjálst.
Tillögum að merkinu skal eigi síðar en 5. maí skilað í umslagi í Pósthólf 175, 902 Vestmannaeyjar, merktu með dulnefni og innan í umslaginu skal vera lokað umslag með nafni höfundar.