ÞJÓÐHÁTÍÐ VESTMANNAEYJA 140 ÁRA

12.mar.2014  14:37

- opin hönnunarsamkeppni um afmælismerki

Í ár eru 140 ár síðan fyrsta Þjóðhátíð Vestmannaeyja var haldin. Af því tilefni efnir Þjóðhátíðarnefnd til hönnunarsamkeppni um afmælismerki hátíðarinnar.
Meginkrafan er að merki ÍBV þarf að vera á eða við merkið, annars er myndefni frjálst.

Tillögum að merkinu skal skilað í umslagi í Pósthólf 175, 902 Vestmannaeyjar, merktu með dulnefni og innan í umslaginu skal vera lokað umslag með nafni höfundar.

 

Skilafrestur er til 5. maí 2014 kl.12:00.

Það merki sem verður valið verður kynnt á sýningu í Einarsstofu á gömlum Þjóðhátíðar merkjum, þann 10. júlí 2014. Verðlaun verða veitt fyrir merkið á sama tíma en í verðlaun eru tveir miðar á Þjóðhátíð 2014.  

Þjóðhátíðarnefnd áskilur sér rétt til að nota merkið á ýmis prentgögn án þess að til komi aðrar greiðslur en sú sem felst í verðlaunaveitingunni.

Þjóðhátíðarnefnd mun skipa dómnefndina.

Frekari upplýsingar veitir Dóra Björk, framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags í tölvupósti dora@ibv.is