Þorlákur Már Árnason landsliðsþjálfari U-17 ára landsliðs karla í knattspyrnu valdi í dag Friðrik Hólm Jónsson til úrtaksæfinga ásamt 20 öðrum drengjum úr nokkrum félögum. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll n.k laugardag og sunnudag.
Þá valdi Þorlákur í eldra liðið hjá U-17 Devon Má Griffin en það lið undirbýr sig af kappi fyrir milliriðil EM sem leikin verður í Portúgal á næstu dögum. Devon var í lokahóp liðsins í vináttulandsleikjum sem leiknir voru gegn Norðmönnum um síðustu helgi og vonandi verður áframhald á því.
Freyr Sverrisson landsliðsþjálfari U-16 ára landsliðsins valdi Felix Örn Friðriksson til úrtaksæfinga í árgangi 1999. Valdir voru 37 drengir víðs vegar af landinu sem eiga æfa um næstu helgi í Kórnum.
ÍBV óskar þessum efnilegu drengjum innilega til hamingju með þennan árangur.