Áskorun til samningsaðila

10.mar.2014  18:55
 Áskorun til samningsaðila
 
ÍBV íþróttafélag harmar þá stöðu sem upp er komin varðandi samgöngur við Vestmannaeyjar. Verkfall undirmanna á Herjólfi hefur gríðarleg áhrif á íþróttastarf í Vestmannaeyjum. Um næstu helgi eiga á annað hundrað iðkendur frá ÍBV íþróttafélagi að keppa á fastalandinu og ljóst að ef ekki verður búið að semja verða iðkendur félagsins að fara upp á land á föstudagsmorgni og ná ekki aftur heim fyrr en seinni part mánudags. Þessi staða er bæði félaginu og foreldrum/iðkendum dýr og veldur mikilli röskun á skólagöngu og vinnu þeirra sem keppnisíþróttir stunda þar sem tveir heilir vinnudagar falla út. 
Við hvetjum deiluaðila til að setjast að samningaborði og leysa þá deilu sem upp er komin.

Aðalstjórn ÍBV íþróttafélags