Æfingagjöld 2014

03.mar.2014  15:15
Nú er komið að því að greiða æfingagjöldin fyrir árið 2014. Við erum búin að taka upp nýtt kerfi varðandi æfingagjöldin og allar skráningar hjá félaginu fara i gegnum kerfið Nóra. Nú þurfa foreldrar sjálfir að sjá um skráningar barna sinna og sjá til þess að allar upplýsingar sem eru í kerfinu séu réttar. Slóðin að síðunni er https://ibv.felog.is/ og er mikilvægt að allir foreldrar fari í að skrá sína iðkendur sem allra fyrst. Hver aðgangur er nokkurs konar fjölskylduaðgangur og er því hægt að ganga frá greiðslum æfingagjalda fyrir öll börn sem stunda íþróttir hjá ÍBV á sama aðgangi.  Í framhaldinu munu þjálfarar nýta þetta kerfi til að skrá mætingar iðkenda.
 

Leiðbeiningar um innskráningu er hægt að nálgast hér. Í framhaldinu munu Sundfélagið og Fimleikafélagið einnig bjóða upp á að nýta þennan aðgang til að ganga frá greiðslum á þeirra æfingagjöldum.

Þeir sem þurfa frekari leiðbeiningar geta komið á skrifstofu félagsins frá kl. 8:00 til 12:00 og 13:00 til 16:00 vikuna 3. til 7. mars og einnig verður boðið upp á aðstoð frá kl. 17:00 til 19:00 miðvikudaginn 5. mars.

 

Fyrir fyrsta barn kostar 59.000,-

Fyrir barn númer 2 kostar 41.300,- (15% afsláttur af fyrsta og öðru barni).                                 

Fyrir barn númer 3 kostar 29.500,- (50% afsláttur af þriðja barni).

Fyrir barn númer 4 kostar 17.700,- (70% aflsáttur af fjórða barni).

 
Innifalið eru æfingar bæði í handknattleik og knattspyrnu, ÍBV treyja fylgir með annað hvert ár.