Nú í vikunni var 18 leikmanna hópur í U-16 valinn til að fara fyrir hönd Íslands á æfingamót í Póllandi dagana 4. - 6. apríl. ÍBV á þar 4 fulltrúa þá Andra Ísak Sigfússon, Darra Viktor Gylfason, Friðrik Hólm Jónsson og Loga Snædal Jónsson. Liðið mun koma við í Berlín í Þýskalandi á leiðinni heim og mun þar etja kappi við unglingalið Fuschse Berlin í tveimur leikjum en Dagur Sigurðsson er sem kunnugt er þjálfari aðalliðs Fusche Berlin og hafði hann milligöngu um þá leiki. ÍBV íþróttafélag óskar strákunum til hamingjum með valið og óskar þeim góðs gengis.
Hópurinn er sem hér segir:
Aðalsteinn Aðalsteinsson - Fjölnir
Andri Ísak Sigfússon - ÍBV
Arnar Freyr Guðmundsson - ÍR
Aron Óli Lúðvíksson - Selfoss
Birgir Þór Þorsteinsson - FH
Darri Viktor Gylfason - ÍBV
Friðrik Hólm Jónsson - ÍBV
Gísli Gunnarsson - Grótta
Gísli Þorgeir Kristjánsson - FH
Hannes Grimm - Grótta
Jóhann Kaldal Jóhannsson - Grótta
Kristinn Pétursson - Haukar
Logi Snædal Jónsson - ÍBV
Markús Björnsson - HK
Pétur Árni Hauksson - Stjarnan
Sveinn Jóhannsson - Fjölnir
Teitur Einarsson - Selfoss
Úlfur Gunnar Kjartansson - Þróttur
Þjálfarar eru Kristján Arason og Konráð Olavsson