Framkvæmdanefnd: Stefán Jónsson fór yfir þeirra störf sem hafa mikið snúist um Hásteinsvöll og þær úrbætur sem þarf að gera á umhirðu hans. Fór hann yfir skýrslu EFLA sem og yfir framkvæmdir við stúkuna.
Þjóðhátíðarnefnd: Hörður Orri Grettisson fór yfir síðustu hátíð og þá vinnu sem er hafin fyrir hátíðina 2014.
Æfingagjöld: Dóra Björk fór yfir tillögur um breytingar á æfingagjöldum félasins.
Stefnumótun: Dóra Björk og Diljá fóru yfir þá vinnu sem hefur verið í gangi hjá félaginu síðan í haust. Stefna og áherslur 2014-2018 voru kynntar.
Fjárhagsnefnd: Guðmundur Ásgeirsson og Íris Róbertsdóttir fóru yfir vinnu fjárhagsnefndar og kynntu drög að nýju samkomulagi við Ísfélag, Íslandsbanka, Vestmannaeyjabæ og Vinnslustöðina.
Eftir þessi innlegg frá félaginu var orðið laust:
Það sem kom fram og rætt var: Jákvæðara viðhorf til félgsins, hvatapeningar í öðrum sveitarfélögum, skuldastaðan, stúkan, æfingagjöldin, æfingafjöldi og stefnumótunarvinnan