Stór dagur hjá ÍBV-íþróttafélagi

24.jan.2014  08:55
Í gærkvöldi var haldið hóf á vegum Héraðssambands ÍBV þar sem útnefning á íþróttamanni Vestmannaeyja og íþróttamanni æskunnar ásamt fjölda annara viðurkenninga fór fram.  ÍBV-íþróttafélag hlaut þar fjöldan allan af viðurkenningum en hæst bar útnefning á íþróttamanni Vestmannaeyja 2013 en þann heiður hlaut Theodór Sigurbjörnsson handboltakappi.  Þá var Díana Dögg Magnúsdóttir valin íþróttamaður æskunnar.  Þá voru þrennir íslandsmeistarar í handbolta heiðraðir, Meistaraflokkur karla fyrir sigur í 1.deild, 4.flokkur drengja yngri og að lokum 5.flokkur kvenna eldri.  Einnig voru veitt silfur og gull merki ÍBV og voru þeir Páll Scheving, Tryggvi Már Sæmundsson og Jóhann Pétursson  heiðraðir með gullmerkinu og Jóna Björk Grétarsdóttir og Ævar Þórisson með silfurmerkinu.  Þá var Arngrímur Magnússon heiðraður fyrir störf sín í gegnum árin í þágu íþrótta í Vestmannaeyjum.
 
ÍBV-íþróttafélag óskar öllu þessu góða fólki innilega til hamingju og þakkar því fyrir þeirra innlegg til íþróttamála í Vestmannaeyjum.
ÁFRAM ÍBV.