Heimir Hallgrímsson fékk Fréttapýramída

07.jan.2014  14:20

vegna framlags hans til íþrótta

Í hádeginu í dag voru Eyjafréttir að afhenda Fréttapýramída fyrir árið 2013 og fékk eyjapeyjinn og ÍBV-arinn Heimir Hallgrímsson pýramídann fyrir framlag sitt til íþróttamála.
Heimir er vel að þessu kominn en hann hefur unnið óeigingjarnt starf fyrir félagið sitt til margra ára og hefur verið viðriðin íþróttina frá unga aldri. Heimir og unnusta hans Íris Sæmundsdóttir hafa bæði leikið og þjálfað hjá ÍBV til margra ára, þau hafa bæði verið fyrirliðar meistaraflokka félagsins og var hún í knattspyrnulandsliðum Islands og hann hefur þjálfað karlalandslið Íslands í knattspyrnu frá 2012. Heimir er mikill ÍBV-ari og leggur sig fram við að gera gott félag enn betra og hefur hann ekki hlaupist undan merkjum þegar félagið hefur leitað til hans.
Í tilefni dagsins ætlum við að opinbera það að flötin norðan við Eimskipshöllin hefur verið nefnd Heimisflöt en Heimir Hallgrímsson lagði mikla vinnu við að betrumbæta og tyrfa svæðið.
ÍBV íþróttafélag er stolt af þeim hjónum og er óhætt að segja að þau séu eitt af flaggskipum félagsins.
Íris og Heimir eiga peyjana Hallgrím og Kristófer en þeir eru báðir að æfa hjá félaginu