Stefnumótun ÍBV íþróttafélags

05.nóv.2013  16:12

Stefnumótunarvinna  er framundan hjá ÍBV íþróttafélagi og eru aðstandendur félagsins hvattir til að mæta. Boðið verður upp á fjóra fundi fyrir mismunandi hópa. Tveir fundir verða lokaðir en þeir eru innanhúss fundir. Fundir þessir munu standa frá kl. 17:00-19:00 og er það ósk okkar að þeir ÍBV-arar sem hafa skoðun á stefnumótunarstarfi félagsins mæti og hjálpi okkur að gera gott félag enn betra.

12. nóvember kl. 17:00

Foreldrar yngri flokka

Allir foreldrar eru hvattir til að mæta. En til að tryggja það að foreldrar mæti frá báðum kynjum og úr öllum árgöngum þá verða send út boðskort en viljum við samt endilega fá fleiri foreldra á fundinn.  Boðið verður þannig að sá iðkendi sem er 10 og 20 í starfrófsröð hvers árgangs fær boðsmiða.

14. nóvember kl. 17:00

Handknattknattleiks- og knattspyrnuráð, aðalstjórn og unglingaráð – Lokaður fundur

24. nóvember kl. 16:30 - breytt tímasetning

Þjálfarar, leikmenn í elstu flokkum sem og aðrir starfsmenn félagsins – Lokaður fundur

 21. nóvember kl. 17:00

Stuðningsmenn, styrktaraðilar og fulltrúaráð

Allir stuðningsmenn ÍBV hvattir til að mæta. En til þess að tryggja að stuðningsmennirnir okkar mæta verða send út boðskort til nokkurra korthafa frá handknattleiksdeild og knattspyrnudeild sem og á fulltrúaráð ÍBV íþróttafélags. Einnig verða send út boðskort á þau fyrirtæki sem eru með heildarsamninga við félagið.