Eysteinn Hauksson þjálfar hjá ÍBV

24.okt.2013  15:21
Eysteinn Húni Hauksson hefur verið ráðinn til starfa hjá ÍBV íþróttafélagi. Eysteinn kemur frá Hetti á Egilsstöðun en hann hefur m.a. starfað þar við þjálfun frá 2011. Eysteinn náði sér í  UEFA A gráðu  2011.
Eysteinn Húni lagði skóna á hilluna árið 2009 en hann hafði þá spilað um árabil með Grindavík. Eysteinn spilaði um 200 leik í efstu deild með Grindavík og Keflavík. Ásamt því að spila með Grindavík og Keflavík, þjálfaði hann í yngri flokkum félaganna.
Eysteinn mun þjálfa þrjá flokka hjá félaginu og er góð viðbót við þjálfarateymi félagsins.
Velkominn í ÍBV