Kristinn Skæringur Sigurjónsson lék með U-19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu á Svíþjóðarmótinu sem lauk um helgina. Liðið lék þrjá leiki og tók Kiddi þátt í tveimur þeirra. Kiddi var í byrjunarliðinu í öðrum leik liðsins gegn Noregi sem Norðmenn unnu 2-1. Kiddi kom svo inná í síðasta leik liðsins gegn Svíum sem Íslands vann 3-2.
Ísland lenti í 3.sæti á eftir Slóvökum og Norðmönnum en Svíar ráku lestina með ekkert stig.