Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Kasakstan í undankeppni EM 2015 á Kópavogsvelli. Leikið verður þriðjudaginn 10. september á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00. Eyjólfur valdi tvo eyjamenn í hópinn, Brynjar Gauta Guðjónsson og Gunnar Þorsteinsson.
Þetta er sami hópur en kom saman fyrir leikinn gegn Hvít Rússum þar sem íslenska liðið fór með sigur af hólmi, 4 - 1, 14. ágúst síðastliðinn. Liðið er með fullt hús eftir þrjá leiki og er í efsta sæti riðilsins. Kasakar eru með 3 stig eftir tvo leiki, lögðu Hvít Rússa á útivelli en töpuðu gegn Armenum á heimavelli. Þeir munu koma hingað frá Frakklandi en þeir mæta heimamönnum 5. september.
Síðar sama dag mun svo A landsliðið mæta Albaníu á Laugardalsvelli í undankeppni HM svo það verður nóg um að vera fyrir knattspyrnuáhugafólk þennan dag.
ÍBV óskar þeim Brynjari Gauta og Gunnari innilega til hamingju með þennan árangur.