Í hádeginu í dag var dregið í 8.liða úrslitum Borgunarbikar kvenna. Það er skemst frá því að segja að ÍBV fær heimaleik gegn Breiðablik og fer leikurinn fram föstudaginn 28.júní sem er föstudagur á Shellmóti. Í fyrra léku liðin einmitt þennan dag í sömu úrslitum leik sem lengi verður í minnum hafður. Breiðablik leiddi 3-1 en ÍBV náði að jafna manni færri en tveir leikmenn ÍBV fengu að líta rauða spjaldið og einn leikmaður Breiðabliks. Í framlengingu komst Breiðablik yfir 4-3 en aftur jafnaði ÍBV þannig að grípa varð til vítaspyrnukeppni. Breiðablik hafði sigur í bráðabana. Í framlengingunni og í vítaspyrnukeppninni var verið að setja Shellmótið þannig að þessir viðburðir fóru fram við listflug og flugeldasýningu svo ekki var hægt að tala manna á milli.
Í ár verður vonandi hægt að tímastýra hlutunum þannig að allt fari vel fram.
ÁFRAM ÍBV.