Kvennalið ÍBV í knattspyrnu sigraði lið Aftureldingar glæsilega 5-0 í gær á Hásteinsvelli. Leikurinn var jafn til að byrja með en svo tóku leikmenn ÍBV öll völd á vellinum. Rosie Sutton kom ÍBV í 1-0 eftir góðan undirbúning Shaneku og Biddýar. Biddý bætti svo við marki nr. 2 úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að markvörður Aftureldingar braut á Shaneku. Biddý bætti svo við marki fyrir leikhlé eftir undirbúning frá Shaneku og staðan því 3-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik bættu svo stúlkurnar við tveimur mörkum frá Biddý sem innsiglaði þrennu sína eftir undirbúning frá Shaneku og Shaneka sjálf skoraði svo síðasta markið og gulltryggði því glæsilegan sigur. ÍBV varð fyrir miklu áfalli snemma leiks er Vesna Smiljkovic var fyrir slæmum meiðslum í öxl og óvíst er hversu alvaleg meiðslin eru. Það yrði dýrkeypt fyrir liðið að missa besta leikmanninn sinn í meiðsl.
ÍBV er því áfram í 3.sæti deildarinnar með 13.stig, tveimur á eftir Breiðablik sem er einmitt næsti deildarleikur sem fram fer í Kópavogi föstudaginn 14.júní.
Næsti leikur liðsins er hinsvegar nú á sunnudag þegar liðið tekur á móti Hetti í bikarnum kl. 14.00 á Hásteinsvelli.
ÁFRAM ÍBV.