Búið að draga í bikarnum.

29.maí.2013  13:25
Í hádeginu var dregið í 16.liða úrslitum kvenna í  Borgunarbikarnum  í fótbolta.  ÍBV fékk lið Hattar frá Egilstöðum sem kemur í heimsókn þriðjudaginn 11.júní.
Í gær lék ÍBV sinn fimmta leik í deildini er liðið sótti lið Selfoss heim.  Það var ljóst að við ramman reip yrði að draga en ÍBV var án Önu Mariu hinnar spænsku.
Það er skemmst frá því að segja að ÍBV sigraði baráttuglatt lið Selfoss 2-1 í hörkuleik.  Elísa skoraði fyrsta mark leiksins með hörkuaukaspyrnu af 35.m færi.  Stórglæsilegt mark í slánna og inn.  í Seinni hálfleik jafnaði Selfoss svo leikinn en á 70.mín skoraði Shaneka Gordon sigurmark ÍBV eftir glæsilega sendingu frá Biddý.  
ÍBV er því áfram í 3.sæti þar sem bæði Stjarnan og Breiðablik sigruðu bæði sína leiki.
Næsti leikur ÍBV er næsta þriðjudag er liðið tekur á móti Aftureldingu á Hásteinsvelli kl. 18.00
Við hvetjum alla eyjamenn að fjölmenna á völlinn og hvetja ÍBV til sigurs.
 
AFRAM ÍBV.