Góður sigur á Þrótti.

26.maí.2013  21:44
Stelpurnar í kvennafótboltanum unnu góðan heimasigur gegn Þrótti síðastliðinn miðvikudag.  Lið Þróttar spilaði mjög stífan varnarleik sem erfitt var að brjóta á bak aftur enda tók það lið IBV u.þ.b 30.mín að skora fyrsta markið.  Vesna fékk góða sendingu í gegn frá Sísí Láru en var felld og vítaspyrna dæmd.  Úr vítinu skoraði Biddý af öryggi.  Rétt fyrir hálfleik átti Sísí Lára snilldarsendingu á Vesnu sem skoraði af öryggi og staðan því í hálfleik 2-0.  Sama var uppá teningnum í seinni hálfleik.  ÍBV sótti án afláts og Þróttar stúlkur vörðust vel allt þar til 10.mín voru til leiksloka að Sísí Lára skoraði af miklu harðfylgi og kom ÍBV í 3-0.  Í lokin fékk ÍBV svo sína aðra vítaspyrnu sem Biddý skoraði úr af miklu öryggi.  Lokatölur því 4-0 fyrir ÍBV sem með þessum sigri skaust í 3.sæti deildarinnar.
Næsti leikur ÍBV verður svo á þriðjudag þegar ÍBV sækir Selfoss heim.  Leikurinn hefst kl. 18.00 og hvetjum við alla sem hafa tök á því að koma á leikinn að mæta og hvetja ÍBV til sigurs.
 
ÁFRAM ÍBV.