Framhaldsaðalfundur

08.maí.2013  14:39
Miðvikudaginn 15. maí er boðað til framhaldsaðalfundur ÍBV íþróttafélags og hefst hann kl. 19:30. Fundurinn verður í Týsheimilinu.
 
Það sem merkt er með gulu hér að neðan eru þau atriði sem á að taka fyrir á þessum fundi.
Dagskrá framhaldsaðalfundar ÍBV íþróttafélags
 

1.         Fundur settur

2.         Kosinn fundarstjóri og fundarritari

3.         Flutt skýrsla aðalstjórnar og einstakra deilda eða ráða frá síðasta ári.

4.         Lagðir fram endurskoðaðir reikningar aðalstjórnar og einstakra deilda eða ráða ásamt heildarreikningi fyrir allt félagið.

5.         Umræða og atkvæðagreiðsla um skýrslu aðalstjórnar, deilda og reikninga.

6.         Lögð fram fjárhagsáætlun næsta starfsárs fyrir félagið og deildir.

7.         Lagðar fram tillögur að lagabreytingum sem löglega eru fram komnar.

8.         Aðrar tillögur sem borist hafa stjórn eða aðalfundi með löglegum hætti, umræður.

9.         Afgreiðsla á fyrirliggjandi tillögum.

10.       Kosning stjórnar.

11.       Kosning tveggja skoðunarmanna.

12.       Önnur mál

13.       Fundarslit

 

 

 
 Á aðalfundinum á fimmtudaginn voru lagabreytingarnar kynntar. Ákveðið var að fresta frekari umræðu um þær þar til á framhaldsaðalfundi. Þeir sem vilja koma með breytingatillögur eru vinsamlegast beðnir að senda tölvupóst á netfangið dora@ibv.is. Búið er að samþykkja lagabreytingar á grein 6.
 
 
Á aðalfundi félagsins 2012 var skipuð laganefnd og er hægt að skoða tillögur hennar hér.