Samstaða um tillögu um framhaldsaðalfund

16.apr.2013  08:24
Aðalstjórn ÍBV Íþróttafélags, að tillögu deildanna þriggja, knattspyrnudeildar karla og kvenna og handknattleiksdeildar, hefur samþykkt að leggja það fyrir aðalfund félagsins sem haldinn verður fimmtudaginn 18. apríl n.k. að boða til framhaldsaðalfundar að loknum aðalfundinum sjálfum.
Fyrirhugað er, samþykki aðalfundur félagsins það,  að dagskrá aðalfundarins verði hefðbundin s.s. að farið verið yfir ársskýrslu og ársreikning, lagabreytingar kynntar, skoðunarmenn kjörnir sem og farið í önnur mál.

Hins vegar þá verði kjöri nýrrar stjórnar frestað til framhaldsaðalfundar en kosin verði uppstillingarnefnd á aðalfundinum sem hafi það hlutverk að gera tillögu að nýrri stjórn á framhaldsaðalfundinum.  Þá verða lagabreytingar kynntar og ræddar á aðalfundinum en kosningu þeirra frestað til framhaldsaðalfundar.  Lagabreytingar sem liggja fyrir fundinum eru margar og nauðsynlegt að ræða þær vel enda taka þær á ýmsum þáttum s.s. skipulagi félagsins.
Aðalstjórn og deildir félagsins telja mikilvægt að vanda vel til verka og gefa væntanlegri stjórn ráðrúm til að undirbúa sig sem best til stjórnarstarfa.  Þá er mikilvægt að félagsmenn geti kynnt sér vel fyrirliggjandi lagabreytingar og geti kynnt sér vel málefni félagsins.
Boðun framhaldsaðalfundar verður rædd á aðalfundinum. 

Aðalstjórn ÍBV íþróttafélags