Yngri flokkar - Fréttir frá 5.fl.kk knattspyrnu

15.apr.2013  08:15

Hjá okkur í 5.fl.kk eru að jafnaði 25 strákar á æfingum hér í Eyjum og hefur æfingasókn verið með ágætum. Úr Rangárhverfi erum um 12 strákar að æfa sem sameinast okkar peyjum í leikjum. Á döfinni er að halda sameiginlegar æfingar nú þegar hin rómaða Landeyjarhöfn er farin að virka. Þjálfari Rangárhverfis er Þórður Vilberg.

Æfingarnar eru sem hér segir fyrir Eyjahverfið ( Vestmannaeyjar).

Þriðjudaga 17:00-18:00 miðvikudaga 15:30-16:45 föstudaga 13:30-14:30.

Við erum búin að fara í 2 helgarferðir í undankeppni Faxaflóamóts og gekk það upp og ofan en við vitum vel hvað þessir frábæru peyjar geta og eiga þeir klárlega eftir að sýna það á komandi tímabili. Þetta er vel hressir og skemmtilegir peyjar sem gefa ekkert eftir og eru duglegir að láta finna fyrir sér. Núna í maí eru fyrirhugaðar 2 ferðir þ.e.a.s helgarferðir sem við ætlum okkur að nota til að slípa liðið saman fyrir komandi átök.

Einnig ætlum við í apríl/maí að brjóta út af venju og gera eitthvað félagslegt með hópnum J

Við höfum mikið verið að fara í tækniatriðin, sendingar og móttöku og einnig hafa þeir verið duglegir að biðja um að spila, enda miklir keppnis-peyjar hér á ferðinni.

Strákarnir koma til með að taka þátt í fjölmörgum mótum í sumar og þar ber hæðst N-1 mótið á Akureyr, Íslandsmótið og Olísmótið á Selfossi.

Okkar kjörorð sem við vinnum mikið með er að hafa gaman af því sem við erum að gera og við erum alltaf sem eitt lið J  Áfram ÍBV

 

Þjálfarar

Friðrik Egilsson, Guðmundur Tómas Sigfússon og Gregg Ryder