Fréttir af 6.flokki drengja í fótbolta.

09.apr.2013  09:40
Í flokknum æfa u.þ.b 30 drengir undir stjórn Jóns Óla.  Flokkurinn æfir 3x í viku og er líf og fjör á æfingum hjá okkur.  Flokkurinn er búinn að fara í eina keppnisferð.  Við byrjuðum ferðina á því að fara í Hveragerði og spiluðum gegn Hamar/Ægir í nýju höllinni þeirra.  Síðan lá leiðin í Reykjaneshöll þar sem við spiluðum gegn Reyni/Víði og Njarðvík.  Við gistum svo í Reykjaneshöll því daginn eftir tókum við þátt í móti sem Njarðvík hélt.  Þar tóku þátt fjölmörg lið og allt gekk mjög vel.
Það sem er framundan:  Lýsismót Ægis - Vís mót Þróttar - Shellmótið - Atlantis mót UMFA.
Við munum jafnvel fara í eina heimsókn til viðbótar til Hauka.
 
ÁFRAM ÍBV.