Kvennalið ÍBV í knattspyrnu hefur orðið fyrir enn einu áfallinu. Varnarmaðurinn efnilegi Svava Tara Ólafsdóttir þurfti í aðgerð vegna liðbands í hné og verður því frá leík út tímabilið. Svava Tara hefur átt í þessum meiðslum undanfarin ár og komst ekki hjá aðgerð lengur. Svava Tara var með liðinu í Valencia og stóð sig mjög vel. Vonast var til að hægt væri að fresta aðgerðinni fram á sumar eða haust en því var ekki við komið. Áhorfendur þurfa því að bíða um sinn með að sjá Svövu Töru leika listir sínar á Hásteinsvelli.
Liðið hefur nú misst 9.leikmenn frá síðasta leiktímabili sem allar spiluðu mikið.
ÍBV óskar Svövu Töru góðs bata.