Þá eru stúlkurnar komnar heim frá Valencia eftir vel heppnaða ferð. Stúlkurnar æfðu tvisvar á dag miðvikudag og fimmtudag en á föstdeginum byrjaði svo mótið sjálft.
2.flokkur lék 3.leiki. Fyrsti leikurinn var gegn Segorbe frá Spáni og sigruðu 4-0 með mörkum frá Selmu, Guðrúnu, Tönju og Díönu Helgu.
Næsti leikur var gegn Valencia. Valencia sigraði 3-1 þar sem Guðrún Bára skoraði úr víti. Síðasti leikurinn var gegn Aurrera og tapaðist 4-0. Stúlkurnar voru því úr leik.
Meistaraflokkurinn byrjaði á leik gegn Benageber og sigruðu 2-0. Næsti leikur var gegn Maritim og þar sigurðu okkar stúlkur 3-2 og í síðasta leik riðilsins gjörsigruðu stúlkurnar lið Chimena 11-2.
Næst tók við undanúrslit þar sem ÍBV sigraði lið Aurrera 4-0 en þegar 8.mínútur voru eftir af leiknum þá var staðan aðeins 1-0.
Í úrslitaleiknum voru mótherjarnir lið Valencia. Staðan í hálfleik var 0-0 og hélst þannig þar til á síðustu mínútu leiksins er Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði stórglæsilegt mark og tryggði ÍBV sigur í mótinu.
Að leik loknum var svo tilkynnt um leikmann mótsins en það var engin önnur en Bryndís Jóhannesdóttir (Biddý) Það var því mikill fögnuður eftir leikinn í herbúðum ÍBV.
Eftir að móti lauk var æft áfram þar til heim var haldið.
Nú er aðeins mánuður í að íslandsmótið hefjist. ÍBV hefur ekki náð að koma leikmannahópnum saman enn og er búist við leikmönnum á næstu vikum. Vonandi nær liðið að slípa sig saman fyrir deildina.
ÁFRAM ÍBV.