Mikið áfall fyrir ÍBV.

25.mar.2013  16:51
Kvennalið ÍBV í knattspyrnu hefur orðið fyrir miklu áfalli er ljóst var að Kristín Erna Sigurlásdóttir einn albesti leikmaður ÍBV undanfarin ár er með slitin krossbönd og mun því ekki leika með liðinu á þessari leiktíð.  Kristín sem skoraði 10.mörk í fyrra ásamt því að leggja upp fjöldan allan af mörkum fer í aðgerð strax að lokinn æfingaferð liðsins til Spánar á morgun.  Kristín mun geta byrjað að leika aftur í nóvember eða þegar ÍBV byrjar sína fyrstu leiki aftur.
Nú er bara að vona að Kristín Erna komi sterk til baka svo áhorfendur á Hásteinsvelli sjái hana leika listir sínar á ný.
 
ÁFRAM ÍBV.