Kvennalið ÍBV á leið til Spánar.

25.mar.2013  16:57
Meistara og 2.flokkur ÍBV í kvennaknattspyrnu er nú á leið til Valencia á Spáni í æfingaferð og taka þótt í  Valencia cup sem þykir sterkara mót en liðið hefur tekið þátt í á Benidorm af og til undanfarin ár.
Það fara 31.leikmaður í ferðina sem verður í viku og æft verður á æfingasvæði Valencia liðsins.
Mótið sjálft fer svo fram um Páskahelgina.
Af leikmannamálum er það að frétta að Vesna Smiljkovic er komin til landsins og fer með í ferðina en Shaneka Gordon sem var markahæsti leikmaður liðsins í fyrra komst ekki með þar sem hún er ekki komin með atvinnu og dvalarleyfi.  Þá er félagið búið að semja við Ástralskan miðju og sóknarmann.  Leit stendur yfir af varnarmanni og einnig af sóknarmanni sem fær það erfiða hlutverk að leysa Kristínu Ernu af í sumar.
Liðið hefur nú misst samtals 8.leikmenn sem allir spiluðu mikið í fyrra og því ljóst að liðsins bíður erfitt hlutskipti í sumar.
En með miklum stuðningi er allt hægt.
 
ÁFRAM ÍBV