Sigurður Ragnar Eyjólfsson setti Elísu Viðarsdóttur í byrjunarliðið í dag í Algarve mótinu í Portúgal. Ísland atti þá kappi við Kína þar sem þær Kínversku höfðu betur 1-0. Elísa spilaði allan leikinn og stóð sig mjög vel. Vonandi gefur þessi frammistaða hennar aukinn möguleika á sæti í liðinu í sumar þegar liðið tekur þátt í lokakeppni EM í Svíþjóð. Leikurinn í dag var sá besti hjá Íslenska liðinu sem hefur leikið afar ílla á mótinu. Í fyrsta leik gegn USA tapaði liðið 3-0 og svo hlaut liðið afhroð gegn því Sænska 6-1. Elísa kom þá inná á 70.mín.
ÍBV óskar Elísu innilega til hamingju með þennan áfanga.