Eyjamenn með mikilvægan sigur a Gróttu

06.mar.2013  13:28
 ÍBV og Grótta áttust við í Vestmannaeyjum í gær í 18.umferð 1.deildar karla. Eyjamenn endurheimtu Andra Heimir Friðriksson úr meiðslum og var það gríðarlega mikilvægt fyrir Eyjamenn en hann skoraði 9 mörk í leiknum. Einnig var Grétar Þór Eyþórsson að spila sinn 200. deildarleik fyrir ÍBV, leikurinn því mjög skemmtilegur fyrir hann. Eyjamenn voru með yfirhöndina í leiknum nánast allan tíman og voru 17-12 yfir í hálfleik og kláruðu svo leikinn með 9 mörkum 32-23.

ÍBV 32-23 Grótta (17-12)

Það voru Eyjamenn sem byrjuðu leikinn betur og komust fljótt í ágæta forustu og létu þá forustu aldrei af hendi. Það gekk allt upp hjá Eyjamönnum en fátt hjá Gróttu en markmenn Gróttu voru ekki upp á sitt besta en flest skotin sem fóru á markið hjá Eyjamönnum láku inn. Eyjamenn leiddu síðan í hálfleik með 5 mörkum 17-12.

Í byrjun seinni hálfleiks voru það hins vegar Gróttu menn sem voru sterkari og minnkuðu muninn í 2 mörk 24-22 en þá tóku Eyjamenn við sér og hreinlega lokuðu vörninni og með Kolbein Aron fyrir aftan náðu Gróttu-menn ekki að skora og Eyjamenn gengu á lagið og unnu leikinn með 9 mörkum 32-23.

Mörk ÍBV: Andri Heimir Friðriksson 9, Nemanja Malovic 7, Theodór Sigurbjörnsson 4, Grétar Þór Eyþórsson 3, Sigurður Bragason 3, Guðni Ingvarsson 3, Magnús Stefánsson 2, Einar Gauti Ólafsson 1.
Varin skot: Kolbeinn Aron Arnarsson 10, Haukur Jónsson 6

Mörk Gróttu: Kristján Orri Jóhannsson 5, Aron Valur Jóhannsson 4, Júlíur Þórir Stefánsson 4, Árni Benedikt Árnason 3, Vilhjálmur Geir Hauksson 2, Þórir Jökull Finnbogason 2, Kristján Karlsson 2, Þráinn Orri Jónsson 1.
Varin skot: Ingvar Kristinn Guðmundsson 7