Elísa Viðarsdóttir í A-landsliðið.

25.feb.2013  11:06
Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi í morgun Elísu Viðarsdóttur fyrirliða ÍBV í 23.manna leikmannahóp sem fer til Algarve dagana 3-11.mars n.k.
Elísa er vel að þessu vali komin þar sem hún hefur staðið sig með mikilli prýði á æfingum liðsins undanfarið.  Elísa hefur til að mynda tvisvar í röð verið fremst í hlaupaprófi liðsins.  Ferðin til Algarve er liður í undirbúningi liðsins fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð í sumar.  Í ferðinni leikur liðið gegn USA, Svíþjóð og Kína ásamt því að leikið er svo um sæti.
 
ÍBV óskar Elísu til hamingju með þennan árangur.