Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og voru alltaf með yfirhöndina í leiknum og voru yfir með tveimur mörkum í hálfleik 14-12.
Í seinni hálfleik var það sama upp á teningnum Eyjamenn alltaf með yfirhöndina en Selfoss aldrei skammt undan. Svo fór að Eyjamenn unnu með einu marki 26-25.
Nemania skoraði 17 mörk í liði ÍBV sem er stórkostlegur árangur. Hjá Selfossi var það Hörður Másson sem var markahæstur en hann skoraði 9 mörk.
Mörk ÍBV: Nemanja Malovic 17, Andri Heimir Friðriksson 2, Theodór Sigurbjörnsson 2, Magnús Stefánsson 2, Grétar Þór Eyþórsson 1, Sigurður Bragason 1, Guðni Ingvarsson 1.
Mörk Selfoss: Hörður Másson 9, Matthías Hörn Halldórsson 5, Einar Sverrisson 4, Einar Pétur Pétursson 3, Gunnar Ingi Jónsson 2, Sigurður Már Guðmundsson 1, Hörður Bjarnarson 1.