Karlalið ÍBV var ekki í vandræðum með að leggja Fylki að velli í gær en lokatölur urðu 35:19 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 20:9. Varamenn ÍBV fengu að spreyta sig í leiknum, þar af fjölmargir strákar úr 2. flokki og stóðu þeir sig með mikilli prýði. Með sigrinum tókst ÍBV að skjótast upp fyrir Stjörnuna, sem tapaði fyrir Víkingum á föstudag.
ÍBV er nú á toppi deildarinnar með 20 stig eftir 12 leiki. Stjarnan er í öðru sæti með 19 og Víkingur er í því þriðja með 17 stig en öll liðin hafa leikið 12 leiki.
Mörk ÍBV: Grétar Þór Eyþórsson 7, Andri Heimir Friðriksson 7, Guðni Ingvarsson 5, Dagur Arnarsson 4, Nemanja Malovic 4, Theodór Sigurbjörnsson 3, Einar Gauti Ólafsson 2, Brynjar Karl Óskarsson 2, Hreiðar Zoega Óskarsson 1,
Haukur Jónsson og Hjörvar Gunnarsson sáu um að verja mark ÍBV en Kolbeinn Arnarson er meiddur.
Tekið af eyjafrettir.is