Stuttmyndin Fáðu já er komin á netið. Myndinni er ætlað að skýra mörkin milli kynlífs og ofbeldis, vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta sjálfsvirðingu í nánum samskiptum.
Leikstjóri Fáðu já! er Páll Óskar Hjálmtýsson. Handrit myndarinnar og hugmyndafræði er úr smiðju Brynhildar Björnsdóttur, Páls Óskars og Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur. Framleiðandi er Zetafilm.
Hægt er að horfa á myndina á síðunni faduja.is.