Áramótabrenna ÍBV

29.des.2012  09:29

Bálið tendrað klukkan 17.00

Síðasti viðburður ársins hjá ÍBV-íþróttafélagi er líkt og vanalega að tendra upp í bálkesti. Brennan er á sínum vanalega stað þ.e.a.s í gryfjunni fyrir ofan Hásteinsvöll og verður kveikt í, á gamlársdag klukkan 17.00. Einnig mun Björgunarfélag Vestmannaeyja vera með veglega flugeldasýningu á svæðinu. Það er Skeljungur sem sér fyrir því að brenna logi glatt hjá okkur líkt og undanfarin ár. Stjórn og starfsfólk ÍBV íþróttafélags óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.