Eyjamenn með öruggan sigur á Þrótturum

15.des.2012  22:19
 ÍBV og Þróttur áttust við í miklum markaleik í 1. deildinni í Vestmannaeyjum í dag en skoruð voru 75 mörk í leiknum.
 
Eyjamenn spiluðu mikið á ungum leikmönnum en í lið ÍBV vantaði reynslumikla menn eins og fyrirliðann Sigurð Bragasonar og Sindra Haraldsson en þeir voru hvíldir í dag. Auk þess lék hægri skyttan öfluga, Nemanja Malovic ekki með liðinu í leiknum.
Meðal annars spiluðu Dagur Arnarsson og Svavar Kári Grétarsson með Eyjamönnum en þeir eru einungis í 3. flokki.
 
Eyjamenn voru samt ekki í vandræðum með Þrótt því leikurinn endaði 41-34. Þetta var ekki leikur markvarðanna því skoruð voru 75 mörk í leiknum, eins og áður segir. 
 
 Mörk ÍBV: Andri Heimir Friðriksson 9, Theodór Sigurbjörnsson 7, Brynjar Karl Óskarsson 7, Dagur Arnarsson 5, Magnús Stefánsson 5, Guðni Ingvarsson 3, Grétar Þór Eyþórsson 3, Bergvin Haraldsson 1, Svavar Grétarsson 1
Varin skot:  Kolbeinn Aron Arnarsson 9, Haukur Jónsson 1
 
 
 
Varin skot:  Kolbeinn Aron Arnarsson 9, Haukur Jónsson 1