Ný skýrsla um stærstu viðburði ÍBV-íþróttafélags

01.des.2012  11:42

Lengi búið að kalla eftir slíkri skýrslu

Á fundi ÍBV á fimmtudaginn var kynnt ný skýrsla sem unnin var í sumar og haust af fyrirtækinu Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar. Skýrlan sýnir með óyggjandi hætti hversu mikilvægt félagið er í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Einnig kemur skýrslan til með að nýtast nefndum og stjórn félagsins til að gera góða viðburði enn betri.
 
"Markmiðið með þessari greinargerð er að nýta upplýsingar úr áðurnefndum könnunum þannig að forysta ÍBV, bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum, ferðaþjónustuaðilar og áhugafólk geti betur áttað sig á umfangi og gildi Pæjumóts, Shellmóts og Þjóðhátíðar. Þessir viðburðir eru  allir búnir að sanna sig þó Þjóðhátíð í Eyjum njóti að sjálfsögðu sérstöðu í ljósi langrar sögu."