Eyjamenn unnu frábæran sigur á Víking

01.des.2012  16:15
 ÍBV vann Víking í hádramatískum leik en leikurinn endaði 23-22 fyrir ÍBV. Eyjamenn voru mun betri í fyrri hálfleik og voru fimm mörkum yfir í hálfleik. En Víkingar komu dýrvitlausir inn í seinni hálfleik og söxuðu á forskot Eyjamanna jafnt og þétt. Þeir náðu þó aldrei að jafna og er því helst að þakka Kolbeini Aroni í markinu en hann varði 15 skot í leiknum en hann spilaði einungis seinni hálfleik, Haukur Jónsson var samt ekkert mikið verri í fyrri hálfleik en hann varði 11 skot í leiknum. Leikurinn endaði svo með sigri Eyjamanna eftir hádramatískan leik en í lokin fengu þeir Sindri Haraldsson og Sigurður Bragason rautt spjald.
Mörk ÍBV: Brynjar Karl Óskarsson 6, Nemanija Malovic 6, Andri Heimir Friðriksson 4, Magnús Srefánsson 3, Grétar Þór Eyþórsson 2, Theodór Sigurbjörnsson 2
Varin skot: Kolbeinn Aron Arnarsson 15, Haukur Jónsson 11