Þeir Kristinn Skæringur Sigurjónsson og Sigurður Grétar Benónýson voru í gær valdir í úrtakshóp hjá U-19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. Æfingarnar fara fram á Reykjavíkursvæðinu um helgina og eru liður í undirbúningi fyrir EM 2013. Þjálfari liðsins er Kristinn R. Jónsson fyrrverandi þjálfari ÍBV.
ÍBV óskar þeim Kidda og Sigga innilega til hamingju með þenna árangur.